top of page

Besti pensillinn

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Feb 14, 2018
  • 2 min read

Updated: Apr 30, 2019


Við erum með svo marga pensla að allir ættu að geta fundið einn fyrir sig.


Við erum með 19 pensla sem hægt að er að vinna með í efni og 2 pensla sem hægt er að velja um í chrome, pigment, glimmer o.þ.h.

Auðvitað á ég mér uppáhalds pensil en ég nota hann samt ekki í allt. Ég held að ég eigi alla penslana sem til eru hér hjá okkur.

Ég á minn uppáhalds GEL pensil. - Ég nota eins pensla í bæði gelin og Powergelin, hann heitir Oval "Click-on".

Ég á minn uppáhalds ACRYL pensil. - Ég nota Prestige 10 "Click-on".

Ég á minn uppáhalds ONE COAT pensil. - Oval Junior "Click-on"

Ég á minn uppáhalds FRENCH pensil. - Smile Line Bush (176080).

Ég á minn uppáhalds SKRAUT pensil. - Vrush Pen (211077) hann nota ég til þess að handmála, svo er hægt að nota hann m.a í french, steinaskreytingu, svo eitthvað sé nefnt.

Ég vel "Click-on" penslana fram yfir hina, mér persónulega finnst þeir betri, þeir eru léttari og fallegri (að mínu mati).

Það er líka þægilegt að hengja hann á ljósið þegar ég er að þurrka af, skipta um krukku eða ná í lit.

Einnig erum við með Detailer sett, nr. 1, 2 og 3. Þrír penslar saman - þeir eru geggjaðir í skreytingar og french.





Ég á ekki einhvern einn uppáhalds pensil, enda get ég ekki notað bara einn pensil. Það þarf að vera með sér pensla í allt.

En annars er hægt að skoða penslana okkar HÉR

Auðvitað er hægt að senda mér skilaboð á snapchat eða á síðunni okkar "Magnetic Naglaskólinn" á facebook ef það eru einhverjar spurningar varðandi skólann okkar, vörur eða annað sem ykkur dettur í hug.


Ykkar,



 
 
 

Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page