Gleðilegt ár og velkomin nýju markmið
- Aníta Arndal

- Jan 2, 2019
- 1 min read
Góðan dag kæru fylgjendur og gleðilegt nýtt ár.
Ég hef ekki bloggað síðan í Október 2018... Það er búið að vera svo brjálað að gera að ég hef svolítið sett síðuna mína í 4 sæti.

Nú er komið nýtt ár og þar af leiðandi hef ég ákveðið allskonar markmið sem ég ætla mér að ná 2019.
Meðal annars ætla ég að.....: ...Vera duglegri að snappa
...Vera duglegri að blogga
...Fara oftar í ræktina
...Passa mataræðið mitt
...Brosa meira
...Kaupa mér (okkur) íbúð
...Vera betri vinkona
...Vera betri mamma og kærasta
Það er alltaf hægt að gera betur í öllu, hvort sem það tengist vinnu, fjölskyldu, vinum eða sjálfum sér.
Mér finnst mikilvægt að skrifa niður "markmiðin" sín og helst deila þeim með öðrum, af því í mínu tilfelli þá tekst mér betur að ná þeim markmiðum.
Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með mínum markmiðum á instagram hjá mér - @anitaarndal & inn á snappinu mínu @anitaarndal
Elsku 2019, vert þú velkomið og vonandi betra en 2018 <3
Takk fyrir að fylgjast með mér kæru fylgjendur og ég lofa að þið sjáið mig oftar í ár.
Ykkar,





Comments