Breytingar
- Aníta Arndal

- Apr 30, 2019
- 1 min read
Ég hef ákveðið að gera smá breytingar á síðunni hjá mér. En þar sem ég þarf að segja svo mikið hef ég ákveðið að setja inn fleiri bloggflokka. Mig langar að segja ykkur frá öllu ferlinu í framkvæmdunum okkar einnig frá mínu lífi, börnunum mínum og öllu milli himins og jarðar.
Mig langaði einnig að athuga með þessari færslu hvað ykkur langar til þess að lesa hér á mínum miðli. Ég er búin að pæla í þessu svo lengi og langar að láta vaða og ef það gengur ekki upp þá gengur það ekki upp, en ég veit það ekki nema að prufa. Það er einmitt það sem ég þarf að læra, í versta falli fæ ég nei en HVAÐ EF ég fæ JÁ?
Ég lofaði fyrr á árinu með áramótapóstinum mínum að ég ætlaði að vera duglegri að blogga. Ég ætla svo sannarlega að standa við það. En í leiðinni ætla ég að breikka fylgjendahópinn minn og skrifa fjölbreyttari færslur.

Ég vona að ég verði skemmtileg í mínum færslum og gefi einhverjum þarna úti góð ráð. Ég ætla að deila öllu sem ég man og get með ykkur hér.
Hlakka til að breyta til.
Ykkar,





Comments