top of page

Marc Inbane - Mínar uppáhalds

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Oct 13, 2020
  • 7 min read

Þegar ég var unglingur stundaði ég mjög mikið ljósabekki.

En fyrir rúmlega 7 árum síðan hætti ég að fara í ljós og hef alltaf verið að leita að fullkomna brúnkuspreyinu. Ég hef prufað þetta allt saman og hef aldrei fundið brúnkuvörur sem eru lyktarlausar, þægilegar og fljótlegar að bera á, lokaútkoman sé jöfn allstaðar og svona mikið úrval!


En það var ekki fyrr en í byrjun árs 2020 sem ég varð gjörsamlega ástfangin af vörumerkinu Marc Inbane.


Mig langar að fara yfir mínar uppáhalds Marc Inbane vörur í þessari færslu. Þessar vörur eru fáanlegar hjá Magnetic.




ree
ree



Afhverju? Vegna þess að Marc Inbane uppfyllir allar mínar kröfur í sambandi við brúnkuvörur. Það eru hrein innihaldsefni, faglegt handverk, fáguð útlitshönnun og fagmennska í öllu framleiðsluferlinu setur MI í leiðandi stöðu í framleiðslu á hágæða snyrtivörum.


Byrjum á spreyinu: MARC INBANE náttúrulega brúnkuspreyið er létt sprey sem lagar sig að þínum húðlit og gefur fallega og jafna brúnku. Spreyið hressir upp á húðlitinn og gerir hann samstundis geislandi. Það þornar hratt, skilar flekkjalausri áferð og auðvelt er að bera það á með örtrefjahanskanum. Spreyið inniheldur náttúruleg innihaldsefni úr jurtaríkinu svo sem aloe vera og ginko. Förðunarfræðingar, snyrtifræðingar og hárgreiðslufólk mælir reglulega með MARC INBANE brúnkuspreyinu. 

Auðveld, heilbrigð og örugg leið til að fá og viðhalda fallegri brúnku allt árið um kring.

Gott ráð

Við mælum eindregið með því að nota Marc Inbane örtrefjahanskann eða þar til gerða brúnkuhanska til að bera Marc Inbane brúnkuspreyið á líkamann. 

Þú getur auðveldlega borið á þig sjálf/ur og náð lýtalausri brúnku. Örtrefjarnar í efninu hjálpa til við að dreifa brúnkunni og gerir þér kleift að bera á staði sem erfitt er að ná til svo sem aftan á leggjum og handleggjum en einnig hentar hann vel til að bera brúnku á andlit, háls og bringu. Hanskinn dregur brúnkuna ekki í sig heldur dreifir henni jafnt. Marc Inbane hanskann má þvo á í þvottavél á 30°C. 

Kostir

  • Heilbrigt og hættulaust náttúrulegt brúnkusprey

  • Auðvelt að bera það á sig sjálf/ur

  • Þornar fljótt og verður ekki flekkótt

  • Brúnkan endist í allt að 5 daga

  • Hentar öllum húðgerðum og má nota á allan líkamann

  • Ein flaska dugar í allt að 60 skipti fyrir andlit og háls

  • Gefur jafna og fallega áferð

  • Gefur náttúrulegan lit

  • Nátturulega nærandi innihaldsefni svo sem aloe vera og ginkgo

  • Engir skaðlegir útfjólubláir geislar frá sól eða ljósabekkjum

  • Prófað af húðlæknum og án parabena

MARC INBANE er hágæða hollenskt snyrtivörumerki sem framleiðir lúxus húðvörur með áherslu á brúnkuvörur og eru þau frumkvöðlar á sínu sviði.

Hrein innihaldsefni, faglegt handverk, fáguð útlitshönnun og fagmennska í öllu framleiðsluferlinu setur MARC INBANE í leiðandi stöðu í framleiðslu á hágæða snyrtivörum.

Stöðugur vilji okkar hjá MARC INBANE til að betrumbæta og þróa afurðir okkar gerir okkur kleift að vera í fremstu línu við að kynna nýjustu framfarir í heimi brúnkunnar. Vegna þessa hafa vörur okkar unnið til verðlauna um allan heim.




Hanskarnir sem Marc Inbane eru með eru tvennskonar. Annarsvegnar silkimjúkur brúnkuhanski/örtrefjahanski og svo hinsvegar skrúbbhanski.




Brúnkuhanskinn/Örtrefjahanskinn: Örtrefjahanskinn frá Marc Inbane er brúnkuhanski sem ætti að vera til á öllum heimilum ásamt Marc Inbane náttúrulega brúnkuspreyinu eða náttúrulegu brúnkufroðunni, en með hanskanum er auðveldara að ná jafnri brúnku með fallegri áferð. Örtrefjarnar í efninu hjálpa til við að dreifa brúnkunni og gerir þér kleift að bera á staði sem erfitt er að ná til svo sem aftan á leggjum og handleggjum en einnig hentar hann vel til að bera brúnku á andlit, háls og bringu. Hanskinn dregur brúnkuna ekki í sig heldur dreifir henni jafnt. Marc Inbane hanskann má þvo á í þvottavél á 30°C. 


Eiginleikar

  • Marc Inbane hanskinn er gerður úr endingargóðu og hágæða örtrefjaefni og er mjúkur og þægilegur í notkun.

  • Hnökrar ekki

  • Tvíhliða hanski sem hentar bæði rétthentum og örvhentum.

  • Lúppa til að hengja hanskann upp

  • Þvottur: Hanskann má þvo í þvottavél við 30°C

  • Við mælum gegn því að setja hanskann í þurrkara eða nota mýkingarefni til að hann endist betur.

Skrúbbhanskinn/Djúphreinsihanskinn:

Tvíhliða djúphreinsihanski frá Marc Inbane með Active Charcoal sem er þekkt fyrir djúphreinsandi eiginleika sína. Hanskinn er tilvalinn til að undirbúa húðina áður en brúnka er borin á, en hún endist lengur ef húðin er djúphreinsuð fyrst. 




Brúnkufroðan:

Marc Inbane náttúrulega brúnkufroðan er létt og mjúk froða sem gefur náttúrulega brúnku sem lagar sig að þínum húðlit. Froðan hressir upp á húðlitinn og gerir hann samstundis geislandi. Hún þornar hratt og auðvelt er að bera hana á með örtrefjahanskanum. Einstök formúlan inniheldur náttúruleg virk efni og byltingarkennda brúnkutækni sem mýkir húðina og gefur henni náttúrulegan lit og ljóma. Brúnkufroðan er án parabena. 

Ofur lágur mólmassi

Byltingarkennda blandan örvar framleiðslu á kollageni og er hönnuð til að gefa húðinni djúpan raka. Formúlan inniheldur þriðju kynslóðar hýalúrónsýru sem hjálpar húðfrumum þínum að drekka í sig og viðhalda raka, viðheldur þéttleika og teygjanleika og stuðlar að heilbrigði húðar. Hún endurvekur daufa og þreytulega húð, mýkir hana og gefur henni náttúrulegan lit. 

Gott ráð

Notaðu Marc Inbane örtrefjahanskann til að ná jafnri brúnku með fullkominni áferð. Örtrefjarnar í efninu hjálpa til við að dreifa brúnkunni og gerir þér kleift að bera á staði sem erfitt er að ná til svo sem aftan á leggjum og handleggjum.

Ég persónulega elska froðuna!





Svarti Skrúbburinn: Náttúrulegur og frískandi djúphreinsir  Marc Inbane Black Exfoliator er rakagefandi djúphreinsir með kornum sem gefur húðinni heilbrigðan ljóma. Það sem gerir þennan djúphreinsi sérstakan eru svörtu kornin sem hafa bakteríudrepandi áhrif. Hann hjálpar til við að endurnýja ysta lag húðarinnar og inniheldur náttúruleg innihaldsefni. Með því að nota djúphreinsinn áður en þú berð á þig brúnku færðu jafnari lit sem endist lengur. 

Endurnýjandi eiginleikar Náttúrulegir eiginleikar Marc Inbane djúphreinsins endurnýja ysta húðlagið sem gerir húðina móttækilegri fyrir hverjum þeim húðvörum sem bornar eru á í kjölfarið. Með því að nota djúphreinsinn á undan hvers kyns sjálfbrúnkuvörum verður húðin sléttari sem gefur jafnari húðtón og liturinn endist lengur. Virkar einnig sem djúphreinsandi maski.

Náttúruleg innihaldsefni Marc Inbane framleiðir lúxus húðvörur og leggur ríka áherslu á að velja hágæða innihaldsefni. Djúphreinsirinn var það engin undantekning en hann inniheldur mikið magn steinefna, vítamína, amínósýra og andoxunarefna. 

Allar vörur frá Marc Inbane eru án parabena.

Mér finnst frábært að nota þennan skrúbb með djúphreinsihanskanum mínum fyrir brúnku"meðferðina".






Dagkremið með lit: Marc Inbane Le Teint er lúxus litað rakakrem sem hentar til daglegrar notkunar á hreina húð. Það viðheldur eðlilegum raka húðarinnar og verndar húðina fyrir áreiti umhverfisins.

Le Teint litaða dagkremið inniheldur Bronzyl® sem tryggir að húðin heldur lengur lit hvort sem er frá sól eða okkar náttúrulegu sjálfbrúnkuvörum. Innihaldsefnin Sheabutter, Hygroplex® og náttúrleg rakagefandi blanda (NMF, Natural Mousturizing factors) sjá til þess að húðin haldi fullkomnum raka og næringu sem gefur húðinni mýkt. Le Teint inniheldur háþróaða UV vörn sem veitir húðinni vernd gegn skaðlegum geislum sólar og ótímabærri öldrun.

Náttúrulegu plöntuþykkni er bætt við vegna mýkjandi og róandi eiginleika þess og gefur það einnig jafna og fallega áferð. Rakakremið er án olíu og er ríkt af vítamínum, gefur húðinni meiri fyllingu og aukinn ljóma. Með notkun kremsins endurheimtir húðin sitt náttúrulega jafnvægi og heilbrigði. Hentar öllum húðgerðum, jafnvel þeim allra viðkvæmustu.

Kostir Le Teint:

  • Litað dagkrem sem lengir endingartíma brúnkunnar

  • Hægt að nota eitt og sér eða í bland við farða

  • SPF10 hjálpar til við að verja húðina gegn skaðlegum geislum sólarinnar og áreiti umhverfisins

  • Veitir vörn gegn ótímabærri öldrun

  • Sannreynt og prófað af húðlæknum

  • Vegan

  • Án parabena

  • Hentar öllum húðgerðum

  • Án olíu

  • Lofttæmdar umbúðir

Gott ráð

Til að ná sem bestum árangri er gott að nota djúphreinsinn frá Marc Inbane að minnsta kosti einu sinni í viku. Djúphreinsirinn er sótthreinsandi og fjarlægir óhreinindi, dauðar húðfrumur sem og þurrkubletti. Hann eykur líka blóðflæði og örvar endurnýjun húðarinnar. Þar sem yfirborð húðarinnar verður jafnara og sléttara verður liturinn líka jafnari og helst mun lengur. Ég nota dagkremið alla daga vikunnar, alltaf!





Andlitsdroparnir:

Perle de Soleil brúnkudroparnir frá Marc Inbane eru fullkomnir til að ná fram fallegum og heilbrigðum ljóma og náttúrulegri brúnku sem er sérsniðin að óskum hvers og eins. 

Náttúrulegur litur á augabragði

Brúnkudroparnir eru mjög auðveldir í notkun - þú einfaldlega blandar þeim saman við þitt eftirlætis rakakrem/líkamskrem eða í sólarvörnina þína og nærð þannig fram náttúrulegri brúnku. 

Gott ráð

Til að ná sem bestum árangri gott að nota svarta skrúbbinn frá Marc Inbane að minnsta kosti einu sinni í viku. Skrúbburinn, sem er sótthreinsandi, fjarlægir óhreinindi, dauðar húðfrumur sem og þurrkubletti. Skrúbburinn eykur líka blóðflæði og örvar endurnýjun húðarinnar. Þar sem yfirborð húðarinnar verður jafnara og sléttara við notkun á skrúbbnum þá verður liturinn líka jafnari og helst mun lengur.

Varúð

Brúnkudropana skal aðeins nota með nærandi kremi og mikilvægt er að fylgja notkunarleiðbeiningum. Brúnkudroparnir innihalda ekki SPF og veita því ekki vörn gegn skaðlegum geislum sólar. Mikilvægt er að þvo hendur eftir notkun. Aðeins ætlað til útvortis notkunar. Geymið þar sem börn ná ekki til.

Ég myndi segja að þetta væri ein sú vinsælasta vara Marc Inbane!






Púðurbursti: (stærri burstinn)

Powder Brush burstinn frá Marc Inbane er förðunarbursti sem er hannaður af förðunarfræðingum sem eru leiðandi á sínu sviði. Burstinn er rúnnaður og með flötum toppi. Notaðu burstann til að blanda brúnkuspreyinu á svæði sem gleymdust eða til að forðast skil, en með honum færðu þétta og fallega áferð. 

Powder Brush burstinn er einnig tilvalinn sem farðabursti, hvort sem er fyrir púður eða kremaðan fara.

Hárin á burstanum hafa verið meðhöndluð þannig að þau eru ekki ofnæmisvaldandi, án allra eiturefna og hafa fengið sérstaka bakteríudrepandi meðferð. Burstinn hentar öllum húðgerðum, jafnvel þeim allra viðkvæmustu. Þessi hágæða handgerði bursti er skyldueign fyrir alla sem er umhugað um förðun og fegurð.


Kabukibursti: (minni burstinn)

Kabuki burstinn frá Marc Inbane er förðunarbursti sem er hannaður af förðunarfræðingum sem eru leiðandi á sínu sviði. Burstinn er rúnnaður og með flötum toppi. Notaðu burstann til að blanda brúnkuspreyinu á svæði sem gleymdust eða til að forðast skil, en með honum færðu þétta og fallega áferð. 

Kabuki er einnig tilvalinn sem farðabursti, hvort sem er fyrir púður eða kremaðan fara.

Hárin á burstanum hafa verið meðhöndluð þannig að þau eru ekki ofnæmisvaldandi, án allra eiturefna og hafa fengið sérstaka bakteríudrepandi meðferð. Burstinn hentar öllum húðgerðum, jafnvel þeim allra viðkvæmustu. Þessi hágæða bursti er skyldueign fyrir alla sem er umhugað um förðun og fegurð.



Þetta eru mínar uppáhaldsvörur brúnkuvörur frá Marc Inbane en úrvalið er auðvitað miklu miklu meira. Ég reyndar elska elska líka sturtufroðuna frá Marc Inbane sem gerir húðina extra mjúka!





Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, takk fyrir að lesa!


Ykkar,


ree


Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page