top of page

Ronja Ræningjadóttir

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Oct 1, 2018
  • 1 min read

Updated: May 6, 2019


Við Eyja Dís kíktum í leikhús um helgina á sýninguna Ronja Ræningjadóttir. Það var mikil spenna á mínu heimili þar sem Eyja Dís var að fara í fyrsta skipti í leikhús. Við vorum svo heppnar að Olga besta vinkona mín vann miða fyrir okkur á sýninguna.


Salka Sól er svo hrikalega flott í þessu hlutverki, hún nær Ronju mjög vel og þessi rödd.. Vá! Sviðsmyndin var ótrúlega vel gerð, búningarnir og öll þessi smáatriði, vel gert! Eyja Dís er 4 ára og hún var svo heilluð alla sýninguna. Sat allan tímann og skemmti sér mjög vel.


Þau tvö, Ronja og Birkir, minna mig svo á Eyju og Anton litla bróðir minn. Bestu vinir en samt smá rifrildi inn á milli. Eyju Dís fannst prumpulagið og rassálfarnir standa uppúr sýningunni enda ekkert skrítið. Hún fékk einnig mynd af sér með sætu krúttlegu rassálfunum.


Ég hef ekki farið í leikhús í mörg ár og ég sjálf skemmti mér mjög vel enda tengi ég frekar mikið við Ronju. Ég horfði mikið á hana þegar ég var barn og hún er ennþá í uppáhaldi hjá mér.


Allir leikararnir í þessari sýningu stóðu fyrir sínu og skiluðu geggjuðu leikriti til okkar í salnum.




Ronja Ræningadóttir er sýnd í Þjóðleikhúsinu og það er hægt að nálgast miða HÉR.

Við Eyja Dís mælum klárlega með þessari sýningu. Góða skemmtun. Ykkar,



Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page