top of page

Að merkja barnafatnað

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Oct 12, 2019
  • 2 min read

Updated: Jan 27, 2021

Ég er búin að prófa allt til þess að merkja fötin hjá stelpunum en ekkert virtist virka - miðarnir duttu af eða eyddust upp. Mér finnst mjög sóðalegt að merkja útifatnað, eða bara fatnað yfir höfuð með svörum túss eða penna. En fyrir nokkrum árum pantaði ég merkilímmiða á síðu í Noregi sem heitir NAVENLAPPER.

En mér finnst merkilímmiðarnir frá þeim þeir allra bestu, þeir fara ekki af í þvotti eða við einhvern hamagang. Það er hægt að velja um allt hjá þeim, fígúru eða ekki - nafn, símanúmer og fleira.

Þeir senda beint í póstkassann með umslagi sem mér finnst líka algjör snilld.


Þegar ég valdi hvernig mig langaði að hafa límmiðana þá valdi ég Elsu fyrir Eyju og Aríel fyrir Þóru - Báðir bláir og fallegir með æðislegum myndum - nöfnum þeirra og símanúmerinu mínu.


Það sem er mjög mikilvægt með þessa miða er að ekki fara í fatnaðinn né bleyta/þvo 24 klst eftir að þú setur hann á fatnaðinn - það lengir "líftímann" á miðunum. Það tekur semsagt smá tíma fyrir límið að festast 100%.


Það er einnig hægt að panta stutta miða með nafni til þess að merkja eins og t.d. penna, blýanta og bækur. Það finnst mér mjög sniðugt eins og fyrir grunnskólakrakka.


Ég var alltaf í vandræðum með að merkja stígvélin þeirra en ég sá æðislega lausn sem ég fattaði ekki fyrr en ég fór á síðuna hjá NAVENLAPPER um daginn - í auglýsingu hjá þeim merkja þau stígvélin "að utan" s.s ekki inn í eins og ég gerði alltaf.



ree
Allskonar fígúrur sem hægt er að velja um


Ég valdi t.d. Frozen fyrir Eyju Dís og það kom svona út:


ree
En þarna koma 20stk af allskonar myndum af Elsu - mjög sniðugt að hafa blandaðar myndir.

Samtals fær maður 120 stk af miðum

225 norskar krónur fyrir 120 miða sem er 3.104 krónur íslenskar (eins og gengið er núna)




En svo er einnig hægt að fá "klassíska" miða og þeir eru ódýrari

Samtals 120 stk af miðum - klassískum

179 norskar krónur fyrir 120 miða sem er 2.469 krónur íslenskar (eins og gengið er núna)



En þar er einnig hægt að velja um ótal tegundir fígúra:


ree


ree




Það er mjög mikilvægt að merkja allan fatnað vel og með góðum merkimiðum svo þeir detti ekki af.

En gott að taka það fram að þessir miðar festast líka mjög vel á ull - eins og ullarsokkum, peysum og vettlingum.

ree


En stelpurnar eru með sinn eigin vatnsbrúsa í leikskólanum sem þær hafa aðgang að allan daginn - ég merki hann einnig með þessum miðum og það haggast ekki þrátt fyrir mikið vatnssull og uppþvottavél í hverri viku.


Ég vona að þetta hafið hjálpað ykkur sem eruð í vandræðum með merkingar á fatnaði hjá börnunum ykkar - ég þarf einmitt að fara að panta fleiri miða því ég er alveg að verða búin með þessa.








Ykkar,

ree

Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page