top of page

Umbunarkerfi fyrir börn

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Nov 23, 2021
  • 3 min read

Eins og flestir vita á ég tvær hressar og skemmtilegar stelpur, sem eru jú mis-hressar.


Flestir foreldrar/forráðamenn kannast kannski við þá eru börnin manns ekki eins þó þau eigi sömu foreldra. Mínar tvær eru mjög ólíkar en samt líkar á sama tíma, sem er mjög steikt ég veit. Það er reyndar mjög stutt á milli þeirra en eldri stelpan mín hún Eyja Dís var aðeins 9 mánaða þegar ég varð ófrísk af Þóru Dís. Já, það eru semsagt 18 mánuðir á milli þeirra systra.


Í þessari færslu langar mig smá að tala um hvernig umbunarkerfi við erum með því jú þær eiga það til að vera með valheyrn nú eða bara hreinlega vakna í vondu skapi sem skemmir daginn.


Ég ákvað að búa sjálf til mitt eigið umbunarkerfi fyrir þær systur, með mynd og nöfnunum þeirra.


Við höfum prófað ýmislegt en ekkert virðist virka almennilega.


Mér finnst lang best að hafa alls ekki meira en 3 reglur til þess að byrja með því þær eru ennþá svo ungar og ef reglurnar eru of margar þá er ekki hægt að treysta á að þær hlýði öllum reglunum og þá getur allt farið úrskeiðis.


Reglurnar sem við ákváðum að gera fyrir okkar börn eru í samræmi við það sem þær eiga í erfiðleikum með.


Okkar reglur eru svona: GANGA FRÁ EFTIR SIG

HLÝÐA/FYLGJA FYRIR MÆLUM

SOFA Í SÍNU RÚMI


Þetta eru megin reglurnar á okkar heimili og ef það er gert eitthvað annað sem þær eru í erfiðleikum með eins og t.d. að ganga frá sínum fötum eftir þvott, hjálpa til að þrífa eftir kvöldmatinn, hjálpa til að bera inn innkaupapoka (ef þeir eru léttir) og einhversskonar þannig verkefni er gefið plús fyrir það.

Þá geta þær fengið auka skjátíma, vaka lengur um helgar, valið kvöldmat o.s.frv.


Mig langaði t.d. ekki að hafa helgarnar inn í umbunarkerfinu en það þýðir samt ekki að þær megi haga sér eins og fífl um helgar.


ree

Svona lítur umbunarkerfið út hjá þeim báðum. Það er merkt með nafni og mynd og svo að sjálfsögðu peppandi og uppbyggilegum orðum neðst.


Þær þurfa ekki að ná öllum 15 reitunum til þess að fá verðlaun. Það má missa 3 reiti (límmiða) í hverri viku því börnin gleyma sér alveg eins og við fullorðna fólkið.


"Að hlýða fyrirmælum" Hér eru almenn fyrirmæli eins og t.d. "Eyja Dís, nú skalt þú ná í skóladótið þitt og byrja að læra"

"Þóra Dís, nú átt þú að bursta tennurnar"

"Ganga frá eftir sig" Hér á að ganga frá eftir strax og búið er að nota/leika: Hengja upp úlpuna þegar komið er inn Ganga frá perlum þegar búið er að perla

"Sofa í sínu rúmi"

Ég veit að það er svo rosalega kósý að kúra með börnin sín á milli, en það er bara því miður ekki pláss fyrir okkur öll 4. Við sofum öll verr og vöknum öll einhvernveginn krambrúleruð daginn eftir. Svo þessi regla er mjög mikilvæg en mjög erfið fyrir stelpurnar (og mömmuna reyndar líka). Þær fá þá límmiða morguninn eftir (alltaf gaman að vakna og setja límmiða á plaggið sitt, eins og að fá í skóinn) fyrir daginn áður. Þá eftir að þær sofna metum við foreldrarnir hvernig dagurinn gekk þegar þær eru sofnaðar.




Verðlaun fyrir góða frammistöðu:


Ég ákvað að leyfa þeim að velja sína umbun sjálfar en skrifaði hugmyndir á blað sem þær gátu lesið saman yfir og ákveðið út frá því eða út frá sínum eigin hugsunum.


ree

Hér eru til dæmis mjög skemmtilegar hugmyndir sem ég ákvað að setja niður á blað og leyfa þeim að skoða



Svo gátu þær ákveðið og skrifað sín verðlaun hér:


ree

Ég er ekki að ætlast til þess að þær fái fullt hús stiga (15) og bíði eftir laugardeginum og fái verðlaunin sín þá. En jú vissulega eru stóru verðlaunin á laugardeginum en þær fá þessi smærri verðlaun eftir heilan dag eða frá 07:00-07:45 og svo 16:30-20:00 þá eru þetta samtals ca 5 klst á dag.


Svo eftir daginn ef þær standa sig vel fá þær smærri verðlaun - þær fá lengri sögu áður en þær fara að sofa t.d. og svo að sjálfsögðu límmiðana sem þær eru búnar að velja sér sjálfar og eru spenntar fyrir.


Svo geta þær fengið "valtíma" og þá fengið skjátíma og/eða eitthvað annað sem þær vilja gera.


Svo langar mig að deila með ykkur rútínunni sem ég bjó til fyrir þær - en það hangir líka upp á vegg samhliða umbunarkerfinu þeirra.



Hér erum við með morgun- og kvöldrútínu stelpnanna og þetta hefur alveg slegið í gegn.


Þetta er mjög skemmtilegt og auðveldar okkur foreldrunum heilmikið og einnig hjálpar þetta okkur að framfylgja reglunum á heimilinu.






Ég vona að þetta hafi verið eitthvað fyrir ykkur,



ree

Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page