top of page

Twin Light

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Oct 26, 2017
  • 2 min read

Af hverju Twin Light? Hvað er Twin Light?

Twin Light er naglalampi, sem er bæði UV og LED. Hann er nettur, fallegur, öflugur og á sanngjörnu verði.


Þessi elska er með nokkrar stillingar, eða 3 í hvoru ljósi. Í LED ljósinu (sem er fyrir ofan) er 30 sek, 10 sek og Auto takki. Í UV ljósinu er 1,5 mín, 2,5 mín og Auto takki. Í lampanum er skynjari sem fer i gang þegar kveikt er á Auto stillingunni.

Það sem er svo mikil snilld við þennan lampa er, að það þarf aldrei að skipta um perur í honum. Þessar perur sem eru í lampanum virka bara í X langan tíma eða í allt að 33.000 vinnu klukkustundir.

LED: Í þessu ljósi virka litirnir okkar best, þ.e.a.s. Gelpolish.

Ljósir litir þurfa einungis 10 sekúndur í þessum lampa til þess að harðna og dökkir litir bara 30 sekúndur.

UV: Í þessu ljósi virka gelin og glansarnir okkar best.

En það sem þessi lampi er svo öflugur harðna gelin okkar (byggingin) á 1,5 mín.

Það eru margir sem ruglast á UV ljósinu í lampanum og á ljósabekkjum. Það er allt annað. Það eru til 3 UV geislar - A, B og C, ég skal segja ykkur muninn:

UV geisli A: Þessi geisli er í ljósabekkjum og er mjög hættulegur.

UV geisli B: Þessi geisli er í sólinni og getur verið hættulegur ef það er ekki borið á sig sólarvörn.

UV geisli C: Þessi geisli er notaður í naglalömpum og veldur engann skaða en er þó ekki ráðlagt að viðskiptavinur horfi inn í lampann á meðan það er kveikt á honum.

Bæði UV-A og UV-B geislar eyðileggja A-vítamínið í líkamanum sem getur valdið skaða.


  • Það er hægt að taka botninn úr, ef þú ert að vinna með gervihendurnar, tær eða ef þú vilt skipta um botn.

  • Það er auðvelt að ferðast með hann.

  • Það er snertiskjár.

  • Inn í lampanum er skynjari, þannig ef þú stillir á Auto fer skynjarinn í gang og um leið og þú ferð út með hendina slökknar sjálfkrafa á lampanum. Eins þegar þú ferð inn í lampann kveiknar sjálfkrafa á honum ef stillt er á Auto.

Algengar spurningar og svör.

Hvað kostar hann? Hann kostar 42.000.- m/vsk.

Er hægt að skipta greiðslunum? Já, það er hægt. Hjá Borgun, Pei og Netgíró.

Hvað er hann að endast lengi? Þetta er mjög góð spurning. Hann endist í 33.000 vinnu klukkustundir. Þegar við vorum að vinna með hina lampana sem þurfa perur eins og til dæmis frá Phillips vorum við að kaupa okkur 2 Twin Light lampa á ári í perum miðað við að það þurfi að skipta um allar perur á 6 mánaðar fresti.

Er einhver ábyrgð á honum? Já, auðvitað er 2ja ára ábyrgð á öllum rafmagnstækjunum okkur, enda er það í lögum á Íslandi.


Hér er hægt að sjá hvernig perurnar eru í Twin Light lömpunum.

En ef þið eruð með einhverjar spurningar, má endilega hafa samband við okkur HÉR.



Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page