top of page

Magnetic Naglaskólinn

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Nov 24, 2021
  • 3 min read

Updated: Sep 6, 2023

Ég gerði færslu fyrir nokkrum árum um naglaskólann hjá Magnetic og það eru svo margir hlutir búnir að breytast síðan þá, enda stöðug þróun í þessari stétt.


Þegar þú ert að hugsa um að velja þér naglaskóla þarf að vanda valið og ekki stökkva á það fyrsta sem þú sérð (þótt það sé Magnetic). En þegar ég fæ fyrirspurnir um skólann hjá Magnetic þá hvet ég þær (jebb enginn strákur búinn að læra hjá okkur) til þess að skoða allt í kringum sig - hvað er í boði??


Hvernig eru vörupakkarnir? Hvernig eru kennararnir?

Hvernig er aðstaðan? Eru kennarar með réttindi? Eru vörurnar í lagi? Starfsleyfi? Er hægt að fá greiðslukvittun? O.s.frv.


Verið dugleg að skoða allt og alla á þessum markaði og finna út hvað er það sem hentar ykkur best og hvað er það sem ykkur líst best á?


Það er nefnilega margt að skoða og margt að pæla í - þetta er skóli sem þú skráir þig í til þess að mennta þig og þá viltu hafa hlutina í lagi.


En mig langar aðeins að kynna fyrir ykkur Magnetic Naglaskólann.


Við erum með tvennskonar grunnámskeið fyrir nemendur: 5 vikna námskeið sem kennt er 2x í viku í 5 vikur (17:00-21:00) Kennt í HFJ

Helgarnámskeið sem kennt er á 3 helgum (föstudag-sunnudag) aðra hverja helgi. Kennt í HFJ & á Akureyri


Ástæðan fyrir tvennskonar námskeiðum er sú að það hentar fyrir Gunnu að koma tvisvar sinnum í viku í 5 vikur en það hentar fyrir Palla að koma á helgarnámskeiðið sem er örlítið meiri keyrsla.


Námskeiðin eru kennd 2-4 sinnum á ári 5 vikna námskeiðin eru 2 sinnum Mars & September


Það komast 16 nemendur að í hvern bekk.


Ég fæ oft spruninguna: Er þetta sama námsefni og lærum við það sama á báðum námskeiðunum? Svarið er einfaldlega já - þetta er sama námskeiðið nema á meiri hraða um helgar.




Vörupakkarnir

Hér þarf að vanda valið VEL & VANDLEGA!

Hvað er innifalið í hverjum pakka? Hvað þarf ég? Hvað ætla ég að gera við námið mitt? Hvert stefni ég?

Ef þú ætlar að koma á námskeiðið okkar til þess að geta starfað sem Naglafræðingur þá mælum við með Platínumpakkanum - já dýrasta, afhverju? Vegna þess að í honum er ALLT sem þú þarft til þess að byrja þinn rekstur

(með naglaefnum og tækjum)


Þannig best væri að hugsa fyrst - hvað ætla ég að gera við námið mitt? Okay, bara hobbý að gera á mig sjálfa og mömmu mína? Þá myndi ég ekkert endilega splæsa í Platínumpakkann Verið duglegar að hugsa rökrétt þegar kemur að því að velja pakkann


En HÉR getur þú skoðað vörupakkana og hvað er innifalið í þeim.


ree

Hér er til dæmis mynd af Platínumpakkanum þeirra






Aðstaðan

Aðstaðan okkar er mjög rúmgóð og falleg - eins og ég sagði fyrr í færslunni er pláss fyrir 16 nemendur hverju sinni. En mig langar aðeins að sýna ykkur frá aðstöðunni þeirra.


HÉR getur þú skoðað aðstöðuna vel og vandlega


ree

Hér er stílhreint og gott umhverfi til þess að vinna í







Kennarar

Síðan eru það að sjálfsögðu kennar Magnetic og þær eru nokkrar, 5 talsins og eru þær að sjálfsögðu alltaf 2 með hverjum 16 nemendum.

HÉR getur þú kynnst þeimaðeins betur og tengt nöfn við andlitin ef þú hefur heyrt frá/af þeim.


En allir okkar kennarar eru með kennsluréttindi frá höfuðstöðunum í Hollandi sem er langt og strangt nám





Heillaði þessi færsla þig?

Eitthvað sem þú ert óviss með? Ertu búin að skrá þig og vantar þig að vita helstu upplýsingar? HÉR getur þú séð færsluna "Að hefja naglanám" og þar eru allar upplýsingarnar sem þú þarft að vita áður en skólinn byrjar.


En ef þú átt eftir að skrá þig þá getur þú gert það HÉR Þær reyna að svara innan 24 klst á virkum dögum


Ég vona að þetta hafi verið nógu fullnægjandi en ef ekki er alltaf hægt að senda á þær skilaboð






Ykkar,

ree




Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page