Vinsælustu haustlitirnir.....
- Aníta Arndal

- Nov 2, 2017
- 1 min read
Ég er búin að fá svo margar spurningar um vinsælasta litinn, en ég á alveg mína uppáhalds "haustliti" sem ég nota mikið á haustin (og reyndar allt árið).
Svo á ég auðvitað fleiri uppáhalds sem ég er ekki að nota á þessum árstíma. Eins og til dæmis Cotton Candy, Hot Pink, Blueberry Swirl og fleiri.
Ég ætla að sýna ykkur top 5 haustlitina mína.
NÚMER 5 - TADPOLE TYRIAN

Þessi er æðislega fallegur og er mikið notaður hjá mér. Tadpole Tyrian er með pínu shimmeri og er því enn fallegri.
NÚMER 4 - WARM GREY

Warm Grey er bara einum of fallegur. Grábrúnn litur sem lýsir upp haustið.
NÚMER 3 - JULIA

Julia er hrikalega fallegur, aðeins dekkri en Tadpole Tyrian og ekkert shimmer. En auðvitað er hægt að bæta litina með Diamond Dust til þess að fá shimmer-look'ið.
NÚMER 2 - BALLROOM BLACK

Einn sá flottasti í dag, það er bara þannig. Algjörlega truflaður!
NÚMER 1 - ROSE TAUPE

Þetta er lang vinsælasti og fallegasti liturinn sem ég á. Hann slær alltaf í gegn - sama hvort það sé með glimmeri, steinum, stimplum eða bara einn og sér.

Svo að sjálfsögðu eru ekki allir með sama smekk, en þessir 5 litir eru að slá í gegn hjá mér og mínum viðskiptavinum.
Bless í bili,





Comments