top of page

POWERGEL By Magnetic

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Nov 10, 2017
  • 4 min read

Eins og flestir tóku eftir var risa viðburður hjá okkur sunnudaginn 5.nóvember sl þar sem við kynntum nýja gelið okkar fyrir naglafræðinga á Íslandi.

HÉR er hægt að sjá myndbandið sem ég bjó til eftir viðburðinn. En ég mæli þó með að setja í HD bestu gæði (einnig er myndbandið að flakka um fésbókina).

Það koma eflaust upp margar spurningar...

Hvað er svona merkilegt við þetta gel?

Hvernig er það örðuvísi?

Ég ætla að henda í eitt blogg um POWERGELIÐ okkar.


POWERGELIÐ kemur í 5 fallegum litum, Clear, Extender, Nude, Pink og White. Þeir eru ekkert ósvipaðir litunum á myndinni en munurinn á þessum 3 (bleiku) litum er þessi:

Extenderinn er "coverpink clear"

Nude er "coverpink"

Pink er ljósbleikur "clear" eins og í Fiber Pink.

Þannig Nude og Pink eru í raninni á vitlausum stað á myndinni.

Þú þarft alveg smá aukahluti til þess að vinna með þetta gel.

Það er of stíft til þess að taka úr klukkunni með pensli þannig við notum "Spatula".


Þetta er svo kallað Double Spatula.

Þú ræður hvorn endann þú notar, það er bara hentusemi.

Spatula er á 1.800.- m/vsk.

Svo þarft þú Alcohol til þess að vinna gelið með.

Ástæðan fyrir því afhverju það er notað Alcohol (fjólubláa á myndinni) en ekki Prep&Wipe eða Finishing Wipe er sú að, Prep eyðileggur penslana og efnin gulna ef notað er Finishing Wipe. En ég mæli þó alltaf með að setja gel í penslana eftir notkun á POWERGELINU.


Ástæðan fyrir því afhverju við notum Alcohol er svo að pensillinn klístrist ekki við gelið. En það er lang best að nota Alcoholið þannig að hella örlitlu í Dappen Dish krukku með loki.

Afhverju örlítið?

Af því að ef við þurfum svo lítið fyrir hverja ásetningu og þurfum alltaf að hella restinni sem verður eftir í krukkunni.

Þú ert eflaust að hugsa, "henda efni?"

Já, af því að Alcohol virkar þannig að, eftir smá tíma gufar Alcoholið upp og eftir stendur vatn í krukkunni og við viljum alls ekki vinna efnin okkar með vatni.

Alcoholið kemur í 1000ml og er á 3.200.- m/vsk.

Við erum með tvær týpur af Dappen Dish,

annars vegnar þessa (í svörtu):


Og hins vegnar með þessa úr keramik:


Þær eru báðar á 890.-m/vsk stk.

Okay, þá erum við komin með Double Spatula, Alcohol og Dappen Dish krukku. Þá vantar okkur auka pensil, Soft Bond og Nail/Brush Wipes.


Þetta er Soft Bond Primer, en er ekki Primer samt, eða er sýrulaus Primer. Það fer ekki illa með neglurnar að nota þennan Soft Bond, það er eiginlega betra aðallega fyrir lofthænur eins og mig (hehe).

Soft Bond Primer gefur meiri viðloðun svo efnið festist betur við nöglina. Ég mæli mjög mikið með þessum áður en efnin eru sett á.

Hann er aðeins dýrari en Gelpolish Bond en Soft Bond er að kosta 2.900.- m/vsk.

Það er mjög persónubundið hvaða pensill sé bestur. Mér persónulega finnst Oval (176010) lang bestur.


Þessi er algjört æði, stærðin er fullkomin, hann er í Oval (boga) svo að boginn við naglaböndin verði hreinn og fallegur. Hann er bæði til með "klick on" og án.

Ef það stendur Klick On á umbúðunum þá er segull efst á penslinum og þá er bæði hægt að geyma hann á ajust-a-lite ljósinu (á endanum) og svo erum við með Klick On stand sem hægt er að geyma penslana sína á.

Svo er algjört lykilatriði að vera með góða þurrku til þess að þurrka af penslinum (alcoholið) En við eigum tvennskonar þurrkur og það er auðvitað smekksatriði hvað manni finnst best að nota.

En oftast er notað Brush Wipes fyrir acrylinn og Nail Wipes fyrir neglurnar.

Mér finnst best að nota Nail Wipes þegar ég vinn með POWERGELIÐ.


Þetta eru Nail Wipes, þessar þurrkur eru minni en hinar og stífari.

Þær eu á 1.250.- m/vsk


Þetta eru Brush Wipes, þær eru stærri og mýkri en NW.

Þær eru á 1.250.- m/vsk

Þá eru allir aukahlutir komnir og þá er það bara gelið.

POWERGELIÐ er æðislegt, bæði sterkt og sveigjanlegt.

Það er mjög auðvelt að vinna gelið og stjórna því. Við notum "klapp" hreyfingar eins og sumar kannast við úr acrylnum. En við byrjum á því að ýta öllu gelinu sem er á nöglinni í bollu/kúlu svo það myndist ekki loft. Eftir það byrjum við að ýta bollunni ofan frá að naglaböndum og til vinstri, svo til hægri. Muna að bleyta pensilinn á milli svo gelið klístrist ekki við pensilinn.

Svo vinnum við okkur niður (að lausurönd) og gerum fallega byggingu. Það má einnig strjúka en gættu þess vel að strjúka ekki of fast og alls ekki með miklu alcoholi.

Nú kviknar ábyggilega spurningin, hvort það þurfi ekki base og svarið er nei.

Þetta gerir þú á allar 5 neglurnar og inn í ljós í 1,5 mín UV.

Svo byrjar þú á hinni hendinni og endurtekur skrefin hér að ofan.

Litir og glansar....

Ég fæ oft spurninguna hvort það megi nota liti og glansa yfir þessi gel og svarið er já.

Við eigum bæði One Coat liti sem eru lituð gel í krukkum (þykkari) og svo Gelpolish litina sem eru í glösum (þynnri), það er í boði að nota báðar tegundir á POWERGELIÐ.

Magnetic er með 9 glansa, þú mátt nota 8 tegundir á öll gelin okkar m.a. POWERGELIÐ.

Top Gel Clear - hann er í krukku og er skotheldur. Dregur ekki í sig lit og er háglans. Hann er bæði til í 30gr (104138) og líka 50gr (104107).

Matt Top Coat - Hann gefur fallega matta áferð, þunnur og gott að vinna með. (104021)

Diamond Dust - Hann er shimmer glans og er fallegur yfir hvaða lit sem er og er klísturfrír (104151)

Pearl Pink - Hann gefur fallega bleika skeljaáferð og er klísturfrír. (104150)

Base & Top - Hann er bæði grunngel og glans, þunnur og góður. (103000)

Flex & Shine - Hann er þykkur og klísturfrír. En passa skal vel að setja ekki of þykka umferð því annars gulnar liturinn. ( 104553)

Magic Shine - Hann notum við með öllum pigmentum og chrome. Hann er aðeins þynnri en FS og er klísturfrír. (104152)

Soak Off - Þessi er þunnur, tekur ekki í sig lit og er auðvelt að stjórna honum. (105002)

Við eigum einn glans í viðbót sem er bara notaður fyrir acryl.

Supreme Finish (104008).

Mínir uppáhalds glansar eru:

Diamond Dust, Base & Top og svo Soak Off.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en ef það vakna upp einhverjar spurningar þá má auðvitað senda á mig.

Vona að þið njótið helgarinnar og farið varlega í umferðinni.

Kossar & knús...



Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page