top of page

3 uppáhalds glansarnir mínir

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Nov 29, 2017
  • 2 min read

Ég fæ þessa spurningu mjög oft frá ykkur,

hvað finnst þér besti glansinn?

Við erum öll með mismunandi smekk.

Ripp elskar þykkann glans

Rupp elskar þunnann glans

Það sem hentar mér mjög vel, hentar þér kannski verr.

Við erum með 9 tegundir af glönsum svo allir ættu að finna sinn uppáhalds.

Ultra Top Gel (blái í krukkunni)

Flex & Shine

Magic Shine

Soak Off

Base & Top

Supreme Finish (acryl)

Diamond Dust

Pearl Pink

Matt Top Coat

Því miður get ég ekki valið mér bara einn, af því að ég á fleiri.

Ég á alveg 3 uppáhalds glansa.

NÚMER - 3

Soak Off

Hann er æðislegur.

Hann er mjög þunnur og léttur og því er mjög auðvelt að stjórna honum. Hann er með UV vörn sem er mikill kostur.


NÚMER - 2

Diamond Dust

Hann er guðdómlegur.

Þetta er spariglansinn minn (sem ég nota samt mjög mikið)

Hann er með smá shimmeri í sér og er klísturfrír.

Hann er aðeins þykkari en Soak Off-inn.


Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig hann kemur út í "French" nöglum.


Svo síðast en ekki síst

NÚMER - 1

Base & Top

Hann er minn uppáhalds númer 1

Hann er mjög þunnur

Bæði hægt að nota hann í base umferð og svo sem glans.

Hann er bara eitthvað annað......


Hér eru allir mínir 3 uppáhalds glansar saman í einni færslu.

En mig langar að gefa ykkur smá ráð....

Þegar þið eruð að vinna með mjúka glansa (semsagt glansar sem eru með klístri) hvernig eru þið að þurrka klístrið af?

Það sem ég geri er:

Þegar neglurnar koma úr ljósinu þá ráðlegg ég ykkur að leyfa nöglunum að kólna og þurrka svo með Finishing Wipe.

Sumir nota Prep & Wipe

ástæðan fyrir því af hverju ég vil að þið notið það EKKI er sú:

P&W er sótthreinsisprengja og hvað gerir sótthreinsir?

Þurrkar allt upp, ef P&W fer á húðina þurrkast húðin og því þarf ALLTAF að enda meðferð á handaáburði og olíu.

Ef þið notið P&W á glansinn, þurrkast glansinn upp og getur mattast - ef hann mattast ekki strax þá gerist það með tímanum.

Finishing Wipe kemur í veg fyrir það, hann verndar gljáann frá glansinum og þá endist glansinn lengur og betur.


Það er hægt að fá Finishing Wipe í 2 stærðum

1000ml - 3.200.-

100ml - 1.250.-

Vona að þetta hjálpaði einhverjum.

Þangað til næst,




Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page