top of page

Vissir þú að......

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Dec 18, 2017
  • 2 min read

Það er alltaf gott að læra nokkur trix til þess að hafa á bakvið eyrað.


Ég er með helling af mjög góðum trixum bæði sem ég hef fundið út sjálf og lært af öðrum. Ég elska að gefa af mér og langar að bæta við ykkar þekkingu og deila minni þekkingu með ykkur.

Það er alveg ómögulegt að muna þau öll sömul og skrifa þau öll niður í einu en ég ætla að reyna að gefa ykkur nokkur ráð.

Vissir þú að.......

....Ef þú ert með krosslagðar fætur, þá þjalar þú skakkt, alveg eins og ef þú ert í klippingu að ef þú situr með krosslagðar fætur verður hárið ekki beint.

....Ef þú setur Soft Bond Primer á náttúrulegu nöglina þá er minni líkur á loftmyndun.

....Ef þú setur Soft Bond Primer yfir filmur þá á glansinn ekki að springa.

....Ef þú setur Gelpolish Bond áður en þú setur litinn á færð þú meiri viðloðun og nærð að stjórna litnum betur t.d við naglaböndin.

....Ef þú notar Power Gelið undir steina í skreytingum þá haggast þeir ekki.

....Neglurnar fá súrefni í gegnum blóðrásina og því þarf viðskiptavinurinn ekki að taka naglapásu til þess að leyfa nöglunum að anda.

....Ef dökkir litir eru að flagna þá er mjög gott að setja Base & Top undir litinn (og inn í ljós) til þess að fá ENN meiri viðloðun.

....Til þess að gera gervineglurnar náttúrulegri er mjög gott að pússa undan nöglunum með Safety Bit og síðan Prep Bit til þess að ná sem lengst undir.

....Til þess að fá glansinn sem mest glansandi (ef hann er ekki klísturfrír) þá er lang best að nota Finishing Wipe í stað Prep.

....Ef gelin byrja að leka (meira en venjulega) er líklegast of heitt inn í herberginu/stofunni eða að viðskiptavininum sé mjög heitt.

....Ef það er kalt inn í herberginu eða ef viðskiptavininum er mjög kalt (og ef þið notið toppa) þá þarft þú að halda lengur við, því límið tekur lengri tíma að "þorna" eða festa sig ef það er kalt.

....Þegar notað eru stimplar þarf ekki að nota sílíkonhúð til þess að bera á húðina svo það fari ekki á húðina. Það er lang best að stimpla á nöglina, setja glans og svo hreinsa það sem er í kring með Prep & Wipe í lokin.

Það sem mér finnst alltaf þægilegast að gera þegar ég er að vinna með Chrome eða Pigment er að nudda því í Magic Shine eftir að það hefur farið inn í LED ljósið í 30 sekúndur (MAX) og dusta svo lausa shimmerið af, setja Magic Shine og svo þurrka allt í kring með Prep & Wipe í lokin.

Þegar ég er að vinna með laust glimmer finnst mér best að setja Base & Top yfir litinn og leggja glimmerið á með Vrush Pen.

Ef að glimmerið er of gróft og glansinn verður hrjúfur er best að buffa yfir og setja svo glansinn aftur á.

Þetta eru nokkur trix sem mig langaði að deila með ykkur og svo veit maður aldrei hvort maður hendir í vol2 fljótlega.

Vona að þetta hjálpi ykkur sem eruð í einhverjum vandræðum.

Bæjó spæjó, ykkar,




Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page