top of page

Mikilvægt í kuldanum

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Jan 25, 2018
  • 1 min read

Mér finnst mjög mikilvægt að gefa mínum viðskiptavinum smá dekur eftir meðferðina sem þeir koma í til mín.

Það eru oft vangaveltur hjá naglafræðingum hvað sé hægt að gera eftir meðferðina til þess að gefa viðskiptavinum okkar smá dekur.

Það sem ég geri til þess að gefa mínum viðskiptavinum extra þjónustu þá er ég alltaf með kaffi og vatn í boði og Marianne mola með mintu á borðinu mínu. Svo enda ég alltaf á dásamlegu handanuddi með olíu og handaáburði.



Hreyfingarnar hér fyrir ofan eru m.a þær hreyfingar sem ég nota. Allir verða svo þreyttir í höndunum, enda eru það þær sem við notum mest.

Vörurnar sem ég nota eru: Seduction handamaski (sem þarf ekki að skola af) frá Magnetic Apríkósu naglabandaolía frá Magnetic Það er mjög mikilvægt að næra naglaböndin vel og húðina, enn meira og sérstaklega þegar það er svona mikið frost.


Seduction línan okkar er sérstaklega hönnuð til þess að næra húðina, hendurnar og naglaböndin okkar á eins náttúrulegan hátt og hægt er. Þessar vörur eru náttúrulegar og endast í allt að 6 mánuði EFTIR opnun.

Ég myndi nota Seduction olínu ef hún kæmi í stærri stærð en það gerist vonandi sem fyrst því hún er guðdómleg.

Ykkar,



Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page