Babyboomer
- Aníta Arndal

- Jan 29, 2018
- 2 min read
Það sem mér finnst fallegast og skemmtilegast að gera er babyboomer.
Það hljómar svo ekki ég, eitthvað ótrúlega einfallt og náttúrulegt.
Málið er að það er hægt að nota svo marga liti, mismunandi tóna, glimmer og auðvitað mismunandi aðferðir.
Ég var með babyboomer námskeið í október sl. og það er klárlega eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég var með ótrúlega skemmtilegan og metnaðarfullan hóp.
Á þessu námskeiði var ég að kenna gel (Magga sá um acrylnámskeiðið).
Ég horfi alltaf á húðina hjá viðkomandi til þess að sjá hvort liturinn á gelinu passi ekki örugglega við húðlitinn.
Litirnir sem ég nota á mig eru: *Standard Gel Clear í base
*Standard Builder White *Fiber Extender *Fiber Pink
Svo nota ég yfirleitt alltaf Diamond Dust glansinn yfir.

Þegar ég geri acryl þá nota ég eftirfarandi liti:
*Natural White *Camouflage Hot *Opaque Pink
En svo er auðvitað hægt að blanda öðrum litum saman og blanda þeim öðruvísi saman. Engin aðferð er röng ef útkoman er sú sama.




Það er mjög mikilvægt að blanda og fade-a skilin vel,
við viljum ekki sjá þau.
Eins og sést a þessum myndum að þá elska ég Diamond Dust glansinn okkar. Hann er svo guðdómlegur, klísturfrír og þægilegur.
Í bæði geli og acryl er byrjað á hvíta og "fade'að" upp í átt að naglaböndum - inn í ljós ef það er gel og næsta nögl ef það er acryll.
Næst er það Fiber Ex eða Camouflage Hot, það er sett á skilin og sömuleiðis "fade'að" en það er "fade'að" bæði upp að naglaböndum og niður. Svo er það Fiber Pink eða Opaque Pink við naglaböndin og "fade'að" niður. Og að lokum Diamond Dust, hann er bæði fyrir gel og acryl.
Endilega prófið að gera þessa eða ykkar eigin aðferð og endilega sendið mér myndir á snappinu @trendneglur.
Vona að vikan verði sem best
Ykkar,






Comments