Diamond Dust
- Aníta Arndal

- Feb 7, 2018
- 1 min read
Það vita eflaust flestir hvað Diamond Dust er og sérstaklega þeir sem fylgja mér bæði hér og á snapchat.
En þið sem EKKI vitið hvað það er haldið áfram að lesa....
Diamond Dust er klárlega einn af mínum uppáhalds glönsum.
Ég gerði færslu 29.nóvember um 3 uppáhalds glansana mína sem þið getið skoðað HÉR

Þetta er enginn venjulegur glans, þetta er spariglans (sem ég nota samt mjög mikið).
Hann er meðal þunnur, klísturfrír og einum of fallegur.
Ég nota hann rosalega mikið yfir Babyboomer og ljósa liti.
En auðvitað hef ég notað hann yfir dökka liti líka.

Hér er til dæmis french nögl með Diamond Dust glans yfir.
Mér finnst hann gefa svo fallegt og elegant look.
Ef þið viljið fá enn meira shimmer look, þá er ekkert mál að setja tvær umferðar af glansinum. Þá "þekur" hann meira og verður enn fallegri en áður.
Ef þú átt ekki eitt stk glas af þessum glans, komdu þá til okkar og nældu þér í hann.
Ef það eru einhverjar spurningar má auðvitað senda á okkur, kommenta hér fyrir neðan eða hringja :) Ykkar,





Comments