top of page

Vá hvað þetta er dýrt

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Mar 17, 2018
  • 2 min read

Mig langar svolítið að ræða um setninguna "vá hvað þetta er dýrt, ég hef aldrei borgað svona mikið fyrir neglur."

Mér finnst mjög gaman að þessari setningu frá stelpum sem eru að panta tíma í neglur. Þær hafa verið að borga frá 5.000.- krónum fyrir ásetningu. 

Ok þetta lætur mig hugsa aðeins..... 

Ef þetta er lögleg starfsemi, eru þær ekki að fá neitt fyrir vinnuna sína. Eru þær að kaupa viðurkennd efni? Eru þær á stofu? Og þurfa að borga leigu? Eru þær með vsk númer? Eru þær með starfsleyfi?

Ef þú, kæri lesandi ert að hugsa um að panta tíma í neglur, pældu þá aðeins í þessum spurningum.

Byrjum bara á að hugsa aðeins um "viðurkennd efni".

Okay, myndir þú vilja fá á þig efni sem eru frá aliexpress? 

Efni sem eru ekki viðkennd og þú veist ekkert hvað er í þeim.

Eru naglafræðingarnir á stofu eða í heimahúsi? Ef þær eru í heimahúsi, eru þær þá með starfsleyfi og vsk númer? 

Það sem mér finnst mjög mikilvægt að kíkja eftir og skoða eru Diplómurnar. Er hún með réttindi? 


Ég er alls ekki að segja að ef þú borgar 5.000.- krónur fyrir neglur að þær séu ljótar, en er endingin góð? 

Þetta böggar mig ekkert endilega, ég bara hlæ og hristi hausinn þegar ég fæ þessa setningu sem umræðir "vá, hef aldrei borgað svona mikið fyrir neglur." En yfirleitt koma þær seinna og finna mun.

Það er allt í góðu að fara til nema og borga 5.000.- krónur fyrir settið en neminn þarf að vera með starfsleyfi og tilheyrandi réttindi.

Mér finnst samt þessi mynd fyrir neðan alltaf jafn fyndin


Ef þú, kæri lesandi ert naglafræðingur, rukkaðu þá fyrir vinnuna þína, þetta er vinnan okkar.

Ykkar,




Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page