top of page

Chrome

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Mar 21, 2018
  • 3 min read

Það voru ekki allir sammála mér í síðustu færslu sem ég skrifaði en auðvitað þarf einhver að vera á móti, það geta ekki allir verið sammála (alltaf). En ég held að flestir þeir sem urðu móðgaðir voru ekki að lesa færsluna rétt, eða misskildu það sem ég var að reyna að koma frá mér. Ég lofa að bæta mig í því og það er alltaf gaman að fá ummæli, hvort sem þau eru hrós eða eitthvað sem maður þarf að bæta.

Þess vegna hef ég ákveðið að slá á nokkra létta strengi og segja ykkur frá chrome nöglum, ég veit að allir verða glaðir með það.


Hér fyrir ofan eru neglur með spegiláferð en það kallast chrome/króm.

Chrome er duft sem sem þú nuddar í sérstakan glans sem breytir duftinu í spegiláferð.

Það er hægt að fá marga liti af chrome-i en ég kýs að nota alltaf silfur chrome-ið og setja hvaða liti sem ég vil undir til þess að fá hvert lúkk fyrir sig.

Það sem þarf til þess að gera chrome:

Chrome duft

Magic Shine

Chrome pensill

Litur (val)

Hér fyrir ofan er ég með lit sem heitir Nude Pink undir en hann gefur svona rose gold lúkk sem er rosalega fallegt og mjög vinsælt.

Það síðasta sem ég geri áður en ég set chrome-ið á er að ég set litinn sem ég vil fá undir og herði hann í LED í 30 sek.


Þetta er chrome duftið okkar en eins og ég sagði hér að ofan þá er eigum við líka til lituð chrome sem ég ætla ekki að fjalla um í þessari færslu.


Þetta er Magic Shine og er chrome & pigment glans. Hann er klísturfrír og það er einmitt það sem við þurfum þegar við erum að vinna með chrome. 


Svo þurfum við áhald til þess að nudda chrome-inu okkar á nöglina. við eigum nokkrar tegundir af penslum m.a þennan hér að ofan og svo þennan hér að neðan. Persónulega finnst mér þessi fyrir neðan betri.


Það er hægt að kaupa áfyllingingar/hausa á baða penslana, nokkra saman í pakka í hverri tegund.

Til þess að ná sem fallegustu chrome-i þarf að hafa margt i huga. Meðal annars að passa að það séu engar bungur í byggingunni, það þarf að pússa hana það vel að hún sé alveg slétt. Einnig þarf að passa litinn vel og vandlega. Þegar ég geri chrome nota ég alltaf meðal þykka liti til þess að fá alveg slett yfirborð. Næst set ég Magic Shine og passa að hann sé í þunnu lagi svo chrome-ið verði ekki ójafnt.

Ég notast við Magnetic Twin Light lampann og hann er mjög öflugur - bæði LED & UV.

Þið sem eigið hann líka getið farið eftir þessum tölum.

Þegar ég set litinn á nota ég LED ljósið í 30 sekúndur. 

Strax þegar ljósið er búið set ég Magic Shine, einnig í 30 sekúndur í LED ljósinu og nudda svo chrome-inu í glansinn. 

Passa þarf að glansinn renni ekki út í naglaböndin.

Svo þegar chrome-ið er límið á allar neglur er Magic Shine notaður aftur yfir (hertur í 30 sekúndur í LED).

Mér finnst lang fallegast að nota lit undir til þess að fá smá blæ á chrome-ið. 

Ég hef notað flesta liti undir en þeir sem mér finnst fallegastir eru:

Elizabeth

Nude Pink

Pink On Fire

Rose Taupe

Royal Blue

Merlet On The Go

Ég vona að þetta hafi hjálpað einhverjum sem hefur átt í vandræðum með chrome-ið :) 

Ykkar,



Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page