Akrýlnámskeið
- Aníta Arndal

- Apr 24, 2018
- 1 min read
Helgina 2.-3.júní 2018 verður sjúklega skemmtileg helgi. En allir naglafræðingar sem vilja bæta við sig akrýl eru velkomnir á þetta námskeið.

Vörupakkinn er ekki af verri endanum enda mjög flottur. Það sem fylgir námskeiðinu er meðal annars: Click on Prestige 10 pensill Prestige vökvi 100ml 3x 35gr púður Pinching Sticks & allt til að pincha Surprime Finish (glans) Brush Wipes Og miklu fleira - einnig eru akrýl prufur sem fylgja 5gr hver prufa. Hver er munurinn á geli og akrýl? Munurinn er sá að akrýllinn er harðari, hann þarf ekki að fara í lampa til þess að harðna. En það eru tvö efni sem eru blönduð saman í réttum hlutföllum til þess að fá út fullkominn akrýl - vökvi og púður. Þetta er mjög einföld útskýring. Þetta eru auðvitað mjög ólík efni en bæði efni mjög skemmtileg. Persónulega finnst mér hann skemmtilegri en gelið. Þegar maður er búinn að ná tökum á honum og ekki “hræddur” við að vera of lengi að vinna hann, þá býður hann uppá svo marga möguleika. Öðruvísi möguleika heldur en gelið. Mér finnst mjög mikilvægt samt sem áður að læra gelið fyrst. Þá ert þú fljótari að ná tökum á akrýlnum. Það sem ég og Magga munum koma til með að kenna á námskeiðinu er meðal annars: French Babyboomer Natural Pincha Ég hlakka mikið til að kenna öðrum það sem mér finnst skemmtilegt og gefa af mér. Kenna ykkur það sem ég kann. Ég vona að sjá sem flesta naglafræðinga
Ykkar,





Comments