top of page

Nýjasta nýtt

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • May 26, 2018
  • 3 min read

Ég er svo rosalega heppin að vinna hjá fyrirtæki sem kemur mjög reglulega með nýjungar. Nýja liti, glimmer, gel, skraut og fleira.


Síðustu mánuði fylltist allt af nýjum og flottum vörum. Mig langaði að sýna ykkur smá brot af því nýja. Það sem ég er spenntust fyrir er auðvitað nýju litirnir sem voru og eru að koma. Mínir uppáhalds litir þessa dagana.


Þessi litur... Hann er einum of guðdómlegur. Ég nota hann lang mest af öllum sem hafa komið á þessu ári. Það er mjög þægilegt að vinna hann. Hann er með mjög fínu glimmeri og verður því ekki erfitt að setja glans í lokin.


Pink it is er Limited Edition litur ásamt Purple with a sparkle, Minty wave of glitter og Fuchsia to go go. Pink it is er mjög líkur Rose Gold hér að ofan en bleikur að lit.


Minty Wave of Glitter er sjúklega fallegur. Glimmerið í honum er ennþá fínna en í litunum hér að ofan. Hann er svona silfurgrænn, mæli með.


Þessi litur ásamt 3 örðum komu saman (Unforgettable hér að neðan t.d.) - þessi hefur verið lang vinsælastur af þeim 4. Þeir eru allir samt sem áður sjúklega fallegir og mjög þekjandi.


Unforgettable er ótrúlega fallegur. Munurinn á þessum tveim hér að ofan er sá að þessi hér er aðeins dekkri og út í fljólu og Desirable er út í bleikt.


Þetta er sumarhittarinn í ár. Hann er einum of fallegur, bjartur og mjög þekjandi. Aðrir litir sem komu - sem eru einnig vinsælir.


Þessa að ofan og einnig fallegi liturinn hér að neðan eru úr sömu línu og Unforgettable og Desirable - mjög þekjandi og fallegir.


Inspiration er mjög flottur og ég held að hann verði mjög vinsæll brúðarlitur. Hann er með smá perluáferð en mjög þekjandi.


Eins og ég sagði fyrr í færslunni þá komu Limited Edition litir, þetta er einn af þeim ásamt litum hér að neðan. Fuchsia er með eins fínt glimmer og Minty Wave - mæli með.


Purple with a sparkle er one of a kind litur. Það er hægt að setja hann yfir alla liti til þess að fá multi sparkling áferð. Það er mjög fínt glimmerið í þessum en hann er glær með helling af multi glitter í sér. Hann verður pínu eins og Chameleonflakes þegar hann er kominn á.


Midnight Red er einn flottasti rauði sem við eigum. Hann er þekjandi og rosalega djúpur.


Sexý sexý... Þessi er reyndar ekki nýr en mér finnst hann svo flottur. Hann er meira útí vínrautt/fljólu - já það er himinn og haf á milli þess hvort það er rautt eða fjólu.


Besti og flottasti hvíti sem ég hef notað. Alveg hvítur og ótrúlega þekjandi.


Lang besti svarti liturinn sem Magnetic hefur gefið út. Þekjandi og mjög djúpur.


Inspó og Just Pearl eru brúðarlitirnir í ár. Einum of fallegir.


Þetta er í fyrsta skipti (svo ég best viti) að Magnetic hefur komið með kit. Þessir 8 litir koma allir saman í pakka.... Pakka? Í fallegu boxi.. Þessir eru one coat og koma í 5ml dollum að mig minnir. Það er ekki hægt að kaupa einn og sér. Það komu ekki bara fallegir litir...





Ég er mega ánægð með þetta skraut sem kom núna í maí. Mitt uppáhalds af þessum 4 er Crunch (efsta myndin af þessum fjórum).



Ég er mikið fyrir stimpla, þessar plötur voru að lenda hjá okkur og eru mun fínni en hinar. Línurnar í þessum plötum eru grunnar og mjóar þannig maður þarf að vera extra fljótur að veiða litinn úr mynstrinu.


Þetta er ein mesta snilldin. Building Base cover er ótrúlega fallegt. Það er svona mjólkurbleikt(?), cládýpínk(?) Það er eins og R&R gellakkið.... Það er of fallegt að ég er ekki einu sinni með orð yfir það. Hér fyrir neðan er nýtt úr PowerGel línunni okkar. Tvö ný gel og einn pensill. Gelin eru sparkling eða með shimmeri og eru guðdómlega falleg. Pensillinn er bæði pensill og spatula í einu. Algjör snilld.




Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, skoðið og finnið ykkur vörur sem ykkur langar í. Ykkar,



Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page