Chameleon Flakes
- Aníta Arndal

- Jun 22, 2018
- 2 min read
Þetta er það heitasta í dag í nöglum. Þessar flögur eru einum of fallegar. Við eigum marga mismunandi liti allavega 8... Mínir uppáhaldslitir eru Pinky Green og Rose Gold.

Hér á myndinni að ofan er hægt að sjá hvernig flögurnar eru á svörtu, ég fíla það mjög vel en mér finnst flögurnar fallegri í ljósari liti. Það eru margar mismunandi aðferðir til þess að fá fallega útkomu, það er bæði hægt að dúmpa og nudda. Mér finnst best að dúmpa í klísturið á litnum en auðvitað er hægt að nota Magic Shine og nudda í hann eða nudda beint í klísturið. Á myndinni fyrir ofan er sýnt hvernig útkoman er ef þú dúmpar, en þá er áferðin "grófari". Ef flögunum er nuddað í þá kemur svona smá chrome/spegla áferð. Ég er búin að prófa bæði að nudda og að dúmpa og eins og ég segi hér að ofan þá finnst mér fallegra að dúmpa.

Hér er ég með Erotic Decency litinn okkar, setti hann í 30 sek í LED stillinguna á Twin light lampanum, dúmpaði svo létt yfir allar neglurnar, herti aftur í 30 sek og svo er alltaf gott að "bursta" létt yfir til þess að taka lausu flögurnar í burtu og enda svo á glansinum. *Ég nota Base&Top mjög mikið
Á þessari mynd er ég með Nail Plate Extender litinn okkar undir. Hann er dekkri og þá verða flögurnar aðeins meira áberandi, sem er náttúrulega klikkað. Það fer auðvitað eftir litnum hvernig flögurnar koma út hverju sinni.
Hér er hægt að sjá smá myndband af chameleon flakes án flasss (skemmtilegt hljóð haha)



Þessir 3 litir eru nýjastir en auðvitað eru til fleiri litir.

Svo finnst mér þessi bestur í að dúmpa flögunum í klísturið. En það er auðvitað smekksatriði. Það eru fleiri færslur í vinnslu - ekki fara langt. Ykkar,








Comments