Building Base & Reinforcing Powder
- Aníta Arndal

- Jan 8, 2019
- 1 min read
Það hafa margir beðið eftir þessari bloggfærslu. Building Base er mitt uppáhaldsefni og ég nota það alla daga. BB er bæði base, bygging og styrking Í GLASI sem er algjör snilld! Building Base kemur í 2 litum - mjólkurbleikt(?) (Cover) og alveg glært (Clear).
Persónulega finnst mér þægilegra og betra að nota Building Base Cover - það er hægt að nota hann undir lit og til þess að "fela" misliti í naglbeðinu.
Ef þú vilt fá ENN meiri styrkingu (og þá þynnri neglur) þá er algjör snilld að nota Reinforcing Powder en það er styrkingarduft sem spreyjað er í blautann Building Base.

Hér fyrir ofan er mynd af Building Base Cover og eins og sjá má er liturinn mjög fallega bleikur.

Hér á myndinni eru bæði Building Base'in & Reinforcing Powder. Duftið er bæði til í spreyji og krukku.

Ég ætla að setja inn tvennskonar myndbönd um hvernig á að nota Building Base: (Í báðum myndböndunum er notaður Clear litur)
Svo er geggjað að nota Building Base til þess að fylla uppí í lagfæringu - það sparar tíma og efni.
Það eru nokkrar aðferðir til þess að setja Reinforcing Powder á nöglina, hér fyrir neðan er ein aðferð:
Ef það eru einhverjar spurningar, þá (eins og alltaf) má auðvitað senda mér skilaboð.
Vona að þetta hjálpi ykkur eitthvað
Bestu kveðjur,

Snap: anitaarndal
Instagram: nailsbyarndal




Comments