STEP BY STEP - MARMARI
- Aníta Arndal

- Mar 28, 2019
- 2 min read
Updated: Apr 30, 2019
Eins og með allt í naglaheiminum er ekki til neitt sem heitir bara ein aðferð og það er engin ein aðferð rétt eða röng. Ég er mikið að æfa mig og æða áfram í allskonar aðferðir og finn svo hvaða aðferð hentar mér best. Ég prufa mig áfram í öllu.
Ég er reyndar ekki þessi týpíski naglafræðingur sem hangir á youtube, ég vil frekar gera það sem ég er að gera, að mínu.
En í dag ætla ég að sýna ykkur step by step hvernig ég geri Marmara. Ég gerði bæði hvítan og svartan Marmara svo þið getið séð muninn. Persónulega finnst mér þeir báðir mjög fallegir.
Ég byrja á því að setja Soft Bond á prufupinnann minn og vel mér svo grunnlit, byrjum á hvíta.

HVÍTUR MARMARI
Ég set hvíta litinn á í þunnu lagi (gelpolish Whitest White) og herði svo í 30 sek í LED (í twin light lampanum okkar).
Eftir að hvíti liturinn kemur úr ljósinu setur þú þunna umferð af Base & Top - EKKI HERÐA!

Ástæðan fyrir því af hverju ég nota Base & Top er sú að hann er þunnur og með klístri og næsta skref gengur betur með þessum glansi.
Næsta á dagskrá er að taka lítinn pensil - ég nota Detailer 1 pensilinn, hann er stuttur, þunnur og þægilegur.

Svo tek ég svarta litinn og geri línur (gelpolish Blackest Black) með penslinum mínum. Og af því að við hertum ekki glansinn þá rennur liturinn betur og blandast út.

Hér er ein aðferð - mikið svart (getur meira að segja gert meira og skarpara).

Hér er önnur aðferð með litlum línum í - þetta er rosalega persónubundið og fer algjörlega eftir hvað manni finnst fallegt.
Svo þegar búið er að setja svarta litinn á og þú ert sátt þá setjum við inn í ljós í 30 sek í LED
Núna í þessu skrefi er bæði hægt að setja glans yfir og þá er nöglin tilbúin (þú getur notað hvaða glans sem er) EÐA gert Marmarann örlítið meira töff og bætt inn glimmeri í línurnar, gert skugga eða hvað sem þér finnst fallegt.
SVARTUR MARMARI
Við byrjum eins og með hvíta - setjum Soft Bond en byrjum á svarta litnum og setjum örþunna umferð (gelpolish Blackest Black) og herðum í 30 sek í LED.
Eftir það er sama skref og áður - penslum Base & Top í þunnu lagi yfir alla nöglina - EKKI HERÐA!

Næst á dagskrá er Detailer 1 eins og áður og nú notum við hvíta litinn (gelpolish Whitest White) og geri línur í blauta glansinn.

Eins og alltaf er hægt að bæta við og breyta ef maður er ekki sáttur. Það er ekkert mál að setja Base & Top yfir aftur og gera fleiri/dekkri línur.

En ef maður er sáttur - þá er lokaútkoman okkar.
Mér finnst reyndar alltaf svo fallegt að setja smá "bling-bling" en þá væri hægt að nota glimmerliti, steina, filmur eða hvað sem ykkur finnst fallegt.

Eins og til dæmis svona - eða hvað sem er
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili - en ef það eru einhverjar spurningar þá má senda á mig.
Ykkar,





Comments