top of page

Aqua Colors

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Jun 27, 2019
  • 2 min read

Aqua Colors er ný vara hjá okkur sem ég er búin að vera að finna út hvernig best er að nota, með hverju og hvernig aðferð. En núna loksins eftir nokkrar prufur er ég búin að finna út aðferð sem hentar mér best. Það sem þú þarft: *AQUA COLORS (væntanlega) *GÓÐAN PENSIL - mér finnst The Ultra Designer 176000 bestur

*FINISHING WIPE - helst í pumpubrúsa

*WHITEST WHITE GELLITUR

*EXTREME MATT TOP COAT

*NAIL WIPES

*PAPERPALLET



ree



Ef þú vilt gera línur eða eitthvað "design" þá mæli ég með Liner Color Gelunum okkar - þau eru bæði til í svörtu og hvítu. Einnig er líka sniðugt að stimpla með og hanna svo sína eigin list frá munstrinu.



Eins og það sést á myndinni er hægt að ráða hversu mikinn lit er hægt að nota, annað hvort lítinn lit og þá verður hann eins og pastel litur eða mikinn lit þá verður hann dökkur eða neon.


°En við byrjum á því að taka hvítan gellit og herða hann inn í ljósi í 30 sek í TwinLight

°Næst tökum við Extreme Matt og herðum í 1,5 mín í TwinLight

(EF ÞÚ VILT GERA DESIGN MEÐ LINER GELI OG/EÐA STIMPLUM GERIR ÞÚ ÞAÐ Í ÞESSU SKREFI OG HERÐIR SVO Í 1,5 MÍN ÁÐUR EN ÞÚ NOTAR AQUA COLORS)

°Eftir það veljum við okkur hvaða Aqua Colors við viljum nota í okkar list

°Tökum okkur nokkra dropa á Paperpallettuna okkar - ekki örvænta þótt þeir þorni strax

°Næst tökum við pensilinn okkar og dýfum í Finishing Wipe-ið okkar í pumpunni og blöndum svo því við litinn á pallettunni.

°Svo byrjum við að skreyta og búa til okkar list á nöglina.


Munum að þurrka vel úr penslinum á milli svo það smitist ekki litur.


Þetta er svo sjúklega einfalt og skemmtilegt og ég lofa þér að það verður ENGING nögl eins, sem mér finnst kostur! Ég elska að hafa smá hreyfingu í nöglunum mínum og gera eitthvað sem aðrir eru ekki með á sér.


Við erum með 7 liti í boði

*Svartur

*Bleikur *Fjólublár *Gulur *Blár *Grænn *Turquoise

ree
Þeir eru ótrúlega fallegir




ree




En þeir sem vita ekki hvaða pensil ég er að tala um, þá er það þessi hér að neðan:



ree












Takk fyrir að lesa,

ykkar



ree




Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page