Að byrja í nýjum leikskóla
- Aníta Arndal

- Jun 11, 2019
- 3 min read
Það er alltaf erfitt að gera eitthvað nýtt, eins og að byrja í nýrri vinnu, nýjum skóla eða leikskóla. Það er búið að vera mikið stress á mínu heimili undafarna mánuði þar sem stelpurnar mínar voru að fara á nýjan leikskóla. Við vissum að þær þyftu að skipta eftir að við keyptum okkur íbúð í öðru bæjarfélagi.
Í mars 2019 keyptum við okkur íbúð í Reykjavík og byrjuðum strax að undirbúa stelpurnar að þær væru að fara skipta um leikskóla. Ég viðurkenni það alveg að ég var mjög stressuð og hélt að þetta yrði mjög erfitt. Stelpunum hlökkuðu ekki til og vildu ekki fara af Álfasteini (sem við mælum 100% með ef þú ert að leita þér að leikskóla í Hafnarfirði). Við fórum með þær á útisvæðið á nýja leikskólanum og sýndum þeim hvað þetta væri nú allt æðislegt (þrátt fyrir hvað við værum stressaðir foreldrar). Það tók nokkrar vikur að sannfæra þær um að það væri allt í lagi að fara á annan leikskóla og kynnast nýjum krökkum og kennurum.
Eftir nokkrar vikur voru þær orðnar mjög spenntar. Við Unnar fórum á fund með leikskólastýrunni og deildarstjórum þeirra og fengum að sjá leikskólann. Það gekk mjög vel og okkur leyst mjög vel á kennarana ásamt leikskólann sjálfann. Það var tekið rosalega vel á móti okkur öllum. Eyja Dís small inn í frábæran vinkonuhóp strax á fyrsta degi og fékk að fara með í strætóferð á öðrum degi sem gekk mjög vel.
Þóra er svo rosalega sjálfstæð og hress týpa og heillaði alla á sinni deild strax. Allt gekk rosalega vel og hættu báðar í aðlögun á 3 degi og fengu að vera allan daginn.

Kveðjustundin á Álfasteini var rosalega erfið og sumir fengu smá kusk í augun. Það er rosalega erfitt að fara frá einhverju/m sem maður treystir 100% og sem er verulega gott. En það er líka gott að breyta til og það er ákveðin áhætta.
En nú eru stelpurnar búnar að vera í rúmlega viku á nýja leikskólanum og þær eru að elska það. Þeim fannst rosalega leiðilegt að fara ekki á leikskólann á laugardagsmorguninn og leika við krakkana. En þeir eru rosalega góðir við þær og þær eru svo velkomnar, hjá öllum.
Þannig það sem mér fannst best að gera í stöðinni:
Undibúa þær með góðum fyrirvara (t.d. eftir x daga förum við á nýja leikskólann og hittum nýju krakkana og kennarana, alltaf að minna þær á hvað sé að gerast)
Sýna þeim leikskólann
Leika á leiksvæðinu
Ég keypti nýtt sett af fötum á þær - þá urðu þær spenntari fyrir að vakna og klæða sig
Fyrsta daginn löbbuðum við í leikskólann
Síðasta daginn löbbuðum við úr leikskólanum
Þær fengu að taka með sér bangsa í bílinn (á leiðinni)

Allt gekk eins og í sögu og ég er rosalega þakklát öllum sem koma vel fram við börnin mín og passa upp á þær. Það er rosalega erfitt að treysta og hvað þá þegar kemur að börnunum manns en þær fá allt mitt traust.

Þær systur eru alsælar á nýja leikskólanum og hlakka til á hverju kvöldi að fara aftur daginn eftir og leika við alla krakkana

Við eigum samt alveg eftir að sakna Álfasteins mikið en ég lofaði þeim að við myndum heimsækja Álfastein eins oft við gætum - þær eru sáttar við það
Ég vona að þetta hafi hjálpað þér eitthvað, ef þú ert stressaður foreldri að bryja með barnið þitt á nýjum leikskóla.
Gangi ykkur vel,





Comments