top of page

Lögun naglarinnar

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • Jun 27, 2019
  • 2 min read

Það er mjög mismunandi hvernig við viljum hafa neglurnar okkar. Sumar vilja hafa þær stuttar og aðrar vilja hafa þær langar. Svo er lögunin auðvitað oft basl enda eru til margar tegundir af lögun (shape). Ég veit til dæmis um 10 tegundir (sem ég man í fljótu bragði)

Square

Almond

Stiletto

Ballerina

Coffin

Oval

Squoval

Natural

Rounded

Pointed Almond


Hér er til dæmis mynd sem sýnir 9 mismunandi "shape" - bæði langar og stuttar

ree


Það er ástæða fyrir því hvers vegna það séu til svona mörg "shape", en það er vegna þess að við erum öll mismunandi og það sem mér finnst fallegt á mér, finnst þér kannski ekki fallegt á þér.


Mér finnst rosalega gott að styðja mig við þessa mynd og sýna hana ef viðskiptavinir mínir biðja um eitthvað ákveðið "shape" - það er oft ruglandi og sumir rugla nöfnunum saman, svo mér finnst rosalega þægilegt að sýna þessa mynd og biðja þær um að benda á hvað þær eru að meina svo það verði enginn misskylningur.



ree

Hér er einnig mynd sem er hægt að styðjast við - persónulega finnst mér sum "shape'in" hérna ekki minn tebolli en það er annað mál.



En svo finnst mér til dæmis sum "shape" ekki passa við ákveðið eins og babyboomer. Ég er algjör babyboomer perri og persónulega finnst mér hann fallegastur þegar það eru Ballerinu "shape" á nöglunum.




ree



Svo ef við ætlum að gera French Manicure þá finnst mér fallegast að vera með Square neglur




ree


En svo finnst mér rosalega fallegt ef viðkomandi er með langt og grannt naglstæði að gera neglurnar náttúrulega í laginu




ree


En svo eru mjög margir sem rugla saman Stiletto og Pointed Almond - en munurinn á þessum tveim "shape'um" er sá að Stiletto eru mjög mjög langar




ree
Stiletto




ree
Pointed Almond


Og ný spyrja margir, hver er þá munurinn á Almond og Pointed Almond?



ree


Almond lögunin er "mýkri" og rúnaðari á meðan Pointed Almond lögunin er með "hvössum" enda (ég vona að þið skiljið mig)




Svo er aðal spurningin - Hver er muninn á Ballerina og Coffin?



ree
Coffin shape






ree
Ballerina shape


Coffin shape eru meira teknar inn í hliðunum - það er aðal munurinn

Þessum tveimur shape'um er mjög oft ruglað saman og þá verður misskylningur










Ég vona að þetta hafi hjálpað ykkur með ykkar val

Takk fyrir að lesa,

ykkar




ree




Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page