NAGLACASTIÐ
- Aníta Arndal

- Sep 16, 2020
- 2 min read
Hvað er Naglacastið? Við Lísa ákváðum fyrr á árinu að gera nagla podcast - podcast sem heitir Naglacastið. Við erum nýbyrjaðar og komnar með um 7 þætti inn á Apple Podcast & Spotify. Hvað erum við að tala um? Augljóslega gefur nafnið smá til kynna að þetta tengist nöglum, það er hárrétt. Við tölum mikið um vörur, efni og okkar upplifanir á nöglunum og þá bæði á viðskiptavinum okkar og annara. Við höfum fengið gest til okkar og auðvitað væri gaman að fá fleiri gesti í framtíðinni.

Við höldum einnig úti Instagram reikning og Facebook like síðu undir nafninu Naglacastið. Hvað gerum við þar? Jú, við erum reglulega LIVE fyrir fylgjendurna okkar og sýnum þá frá vörum og segjum þeim frá allskonar fróðleiksmolum. Okkur finnst þetta virkalega skemmtilegt og með Podcastinu og LIVE myndböndunum brjótum við upp "hversdagsleikann" og gerum eitthvað öðruvísi en að sitja við naglaborðið og gera neglur allan daginn (sem er líka gaman).
Naglacastið varð smá skyndiákvörðun eitt kvöldið og við Lísa ákáðum að kýla á það og byrja. Við vorum ekkert búnar að undirbúa okkur en létum vaða og hoppuðum bara í djúpu laugina.
Eins og flestir sem þekkja okkur þá erum við nákvæmlega við sjálfar í þáttunum og það er engin glansmynd þar.
Þegar við erum LIVE finnst okkur mjög gaman að sýna skreytingar - allskonar mismunandi skraut sem allir gera gert. Ég pældi mjög mikið í þessu sjálf, að gera podcast, vegna þess að mér fannst ég ekki ná að segja nógu mikið og nógu vel frá hér í blogginu. Ég ræddi þetta við manninn minn og sagði honum frá hugmyndinni, hann auðvitað brosti út að eyrum og sýndi mér mjög mikinn stuðning eins og í öllu öðru. Við Lísa hugsuðum þetta á sama tíma og ræddum saman, eða ræddum. eiginlega ekkert saman heldur bara byrjuðum.
Við erum búnar að vera frekar lélegar að taka upp s.l. mánuði en við lofum að bæta okkur í því og reyna að festa niður daga sem við gefum okkur tíma í að sinna Naglacastinu. Ef þið viljið fylgja okkur þá erum við með



Ef ykkur langar að fylgjast með okkur þá eru þið velkomin inn á allar okkar veitur.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili - takk fyrir að lesa!
Ykkar,





Comments