VINSÆLIR HAUSTLITIR 2019
- Aníta Arndal

- Nov 8, 2019
- 1 min read
Ég elska haustið - það er eitthvað við skammdegið. Ég er reyndar kertasjúklingur og elska að hafa ljósaseríur allt um kring heima hjá mér. En það sem mér finnst eitt af því skemmtilegasta við haustið eru neglurnar.
Ég elska fallega haustliti og þá sérstaklega dökka (helst shimmeraða).
En mig langaði svotlítið að gefa ykkur smá færslu um mína uppáhalds haustliti 2019 (sumir búnir að vera mínir uppáhalds í lengri tíma, en aðrir nýir).
Eins og þið sjáið þá eru þetta mjög mismunandi litir sem eru hérna á þessum lista. Þeir eru rosalega fallegir allir saman en mjög ólíkir. Það er svo skemmtilegt að blanda saman litum - það þarf ekki að velja einhvern einn sérstakan lit.
Mér finnst ótrúlega fallgt að blanda til dæmis DARK SLATE og IRRISISTABLE
Svo er æðislegt að sjá WARM GREY og UBERGINE saman
DEEP SEA BLUE og BALLROOM BLACK er rosalega fallen blanda
Svo er ótrúlega fallegt að blanda til dæmis gellitum og glimmer "prumpuspreyjum" saman (það á að vera "r" þarna á milli haha)
Mín uppáhalds haustglimmer sem koma svo vel út bæði ein og sér og með öðrum litum

Það er ótrúlega gaman að blanda saman fallegum litum og glimmerum og fá mismunandi útkomur.
Ég vona að þið fáið einhverjar hausthugmyndir
Góða helgi!
Ykkar,

















































Comments