Óskalistinn minn (2019)
- Aníta Arndal

- Dec 6, 2019
- 2 min read
Ég er vön að gera óskalista fyrir hver jól og þá til þess að eiga fyrir mig sjálfa. En þá er ég að skrifa það sem mig langar í og hvað vantar svo ég geti skipulagt mig betur.
En mig langaði að deila með ykkur óskalistanum mínum (2019) í naglaheiminum.
Það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég hugsa um óskalista, (og þá yfir jólatímann) er Seduction gjafasettið okkar.
Ég hef bloggað um það áður svo þið getið lesið til um þær vörur HÉR

En mér finnst þessar vörur bjarga húðinni minni þegar byrjar að kólna svo mér finnst mikilvægt að eiga góðar nærandi húðvörur, svo þetta er mjög orfarlega á mínum óskalista.
Þessi geggjaði biti sem heitir: Revolution Ultra Fast Bit, er aðal málið - við köllum hann "Tætarann" en tætir hann vel (án þess að hita). Þar sem ég hef notað minn svo ótrúlega mikið þá þarf ég að kaupa mér nýjan svo hann fer á óskalistann minn.

Þetta er nýtt ljós hjá Magnetic Nail Design og mig langar mjög mikið í það. Mér fannst það ekkert spennandi þegar ég sá það fyrst og fannst þetta vera alltof stórt ljós. En þetta ljós fer á minn óskalista.

Það sem mér samt virkilega vantar er Twin Light, þeir eru samt ekkert ónytir en þeir eru orðnir tæplega 5 ára, svo ég þarf að fara að endurnýja þá. Ég myndi setja þá í efsta sætið á listanum mínum.

Næsta sem fer á óskalistann minn er ný Mani Power..... Ég veit ekki af hverju en mig langar bara svo ótrúlega í nýja vél, en ég myndi þá líklegast fá mér svarta núna. Þetta er besta tryllitæki sem fyrir finnst og er algjörlega peningana virði.

Þessir þrír glansar eru Must Have fyrir alla naglafræðinga (rétt eins og Diamond Dust glansinn, sem er klárlega minn uppáhalds) - Ég þarf alltaf að eiga nóg úrval og því þarf ég að eiga nóg til.
En sumir hafa verið í vandræðum með Diamond Dust'inn og mig langar að minna á að þetta gildir um alla klísturfría glansa:

Ég elska pensla, já ég myndi alveg segja að ég væri penslaperri haha... En mér finnst mjög mikilvægt að ef maður ætlar að gera fallegar neglur, þá þarf alvöru verkfæri í það. Eins og til dæmis er ekki hægt að gera hreina og fallega gellökkun með tættan pensil. Þessir 3 koma í setti - Detailer nr1, 2 og 3.
Penslaboxin fögru eru einum of falleg, mig langar sjúklega að fá mér nýtt penslabox, reyndar þarf ég að kaupa annað vegna þess að ég á orðið svo mikið af penslum.
Þessi ótrúlega góðu og fullkomnu form eru mjög ofarlega á mínum lista, ég elska þessi form!
Því miður eru þau samt uppseld en koma vonandi í janúar - ef þig langar í rúllu og vilt tryggja þér eintak þá skalt þú senda á okkur og komast á forpantanarlistann okkar.
Ég gæti endalaust talið upp það sem mig langar í og það sem mig vantar.. Ég hugsa oft hvað mig langar að endurnýja allt hjá mér og þá meina ég ALLT.
En þetta er smá hugmynd fyrir ykkur sem vilja fá eitthvað naglatengt í jólagjöf.
Ykkur er velkomið að biðja okkur um að gera óskalista fyrir ykkur svo þið getið fengið það sem þið viljið í jólagjöf.
Bestu kveðjur,



























Comments