top of page

Það er mikilvægt að segja JÁ

  • Writer: Aníta Arndal
    Aníta Arndal
  • May 6, 2019
  • 3 min read

Ég lendi stundum í því sem foreldri að segja oft nei, af því ég sjálf nenni ekki. Þá meina ég að ganga frá eftir þær þegar þær eru búnar að leika eða gera það sem þær eru að biðja mig um. Tökum smá dæmi:

Ég er ný komin úr vinnu á leiðinni að sækja stelpurnar í leikskólann og þær byrja um leið og ég labba inn á deild...

"hvert erum við að fara", "ég vil ekki fara heim", "megum við gera x þegar við komum heim", "viltu kaupa svona", "má ég fara heim til x", "getum við farið í sund" o.svf.


Mér finnst þetta oft vera svolítið áreiti þannig ég nota mjög oft orðið KANNSKI til þess að fá frið.

En þær vita ekkert hvað KANNSKI þýðir, börn vilja bara fá annað hvort já eða nei. Ég er alltaf að minna mig sjálfa á að nota ekki orðið KANNSKI, það er bæði ljótt (segðu það hratt 5x) og svo vita þær ekkert hvað það þýðir.



Við fluttum í nýtt húsnæði í nýju hverfi um daginn og ég ákvað að lofa sjálfri mér að breyta þessu um leið og við værum komin á nýjan stað, það er nefnilega auðveldara að breyta einhverju á nýjum stað. "Nýtt hús, nýjar reglur" eða "nýtt ár, ný ég".. Þið fattið.


Í þessari færslu ætla ég svolítið að ræða um að segja oftar JÁ við börnin okkar. Þótt þið "kannski" trúið því ekki en þá er ég búin að vera mjög dugleg að nota orðið JÁ. Bæði það að ég verð jákvæðari (bæði sem mamma og bara einstaklingur) og þær glaðari. Ég prufaði einn dag um daginn að segja (að mestu leyti) já og ætlaði í leiðinni að athuga hversu mikið þær ætluðu að spyrja um eitthvað ef þær vissu að þær fengu bara já. En þær voru nú heldur betur sáttar með daginn og voru ekkert að biðja um eitthvað meira en þær voru búnar að fá leyfi fyrir.


Þær eru búnar að vera spyrja mig svolítið mikið um að mála nýlega, mála steina, á blöð o.svf.

Við áttum ekki neina málningu sem þær máttu leika sér með, þannig ég skellti mér í IKEA og keypti málningu í barnadeildinni. Þegar ég kom heim voru þær búnar að finna stóran stein sem þær ætluðu að geyma og mála seinna þegar ég væri búin að kaupa málninguna. En skvísurnar voru heldur betur ánægðar þegar mamma þeirra labbaði inn heima með IKEA-pokann með málningunni í.




ree
Málningin sem ég keypti og er á að mig minnir 1.490.-




ree
Hér getur þú séð um vöruna




Við fórum því út á svalir og máluðum steininn sem þær fundu. Ég fór inn eitt andartak og þá var yngri skottan farin að mála á svalirnar. Ég byrjaði hoppa til og segja "nei, nei, nei... hvað ertu bú...."

Svo hugsaði ég mig um... Þetta er barnamálning sem fer af með vatni, afhverju er ég svona stressuð um eitthvað gamalt timburspjald sem þarf hvort sem er að skipta út, þannig ég sagði "en flott hjá þér, þetta er algjört listaverk" og litla músin mín ljómaði öll og brosti út að eyrum. Eldri skottan heyrði í mér og spurði strax um leyfi hvort hún mætti líka mála á svalirnar. Og það var svo gott að geta sagt "JÁ" og að horfa á þær brosa út að eyrum! Það gladdi mig svo mikið að sjá þær dunda sér, svo ánægðar og glaðar. Það þurfti ekki meira en þetta.







ree
Þetta var svo fallegt hjá þeim og lýsti upp heimilið






ree
Svo ánægðar og sætar




Ég ætla að hugsa mig tvisvar um næst þegar þær biðja mig um eitthvað áður en ég segi strax nei eða kannski. Oftast eru þær ekki að biðja um neitt mikið, en að segja JÁ er svo gott!



Vona að þið takið JÁ-IÐ mitt með ykkur inn í vikuna.




Ykkar,



ree





Comments


byarndal@gmail.com
Förðunarfræðingur - MUA
Digital Marketing
Sölu-, rekstrar- & markaðsfræði

Beauty by Arndal
 

© Allur réttur áskilinn.

- Öll notkun & afritun á efni er óheimil án samþykkis

bottom of page